Akureyrarflugvöllur (IATA: AEY, ICAO: BIAR) er einnar brautar alþjóðlegur flugvöllur staðsettur á leirunum við ósa Eyjafjarðarár á Akureyri á Íslandi. Flugfélag Íslands og Norlandair fljúga þaðan á nokkra staði innanlands. Flugfélagið Mýflug hefur flugvöllinn sem miðstöð fyrir leiguflug.