BIKR - Sauðárkr BIKR - Sauðárkrókur

Upphaflega var flugvöllur lagður á Borgarsandi 1949. Nýr völlur var svo gerður á 8. áratug aldarinnar og tekinn í notkun 23. október 1976.

Árið 1988 var efnt til flughátíðar á Sauðárkróki og hlaut völlurinn þá nafnið Alexandersflugvöllur til heiðurs Alexander Jóhannessyni háskólarektor og frumkvöðuls í flugmálum, en hann var alinn upp á Sauðárkróki og var farþegi í fyrstu flugvél sem lenti þar, en það var þegar sjóflugvélin Súlan lenti fyrir framan Villa Nova á Sauðárkróki sumarið 1928.

Fyrsta landflugvélin lenti á Borgarsandi 1938 og var það Agnar Kofoed-Hansen sem flaug henni.

b1 b02 b33 b44