Vopnafjörður er allbreiður flói á norðausturströnd Íslands, næst fyrir norðan Héraðsflóa, á milli Digraness og Kollumúla. Fyrir miðjum firði er langur og mjór tangi, Kolbeinstangi (Tangi), þar sem Vopnafjarðarbær stendur en norðan tangans eru Nýpsfjörður og inn af honum Nýpslón. 528 íbúar voru á Vopnafirði árið 2015 en tæplega 700 manns búa í sveitarfélaginu Vopnafjarðarhreppi.